Ellen Kristjansdottir is an Icelandic singer. Born in San Fransisco, living in Reykjavik Iceland from age 7. Her 2004 album Salmar won the Icelandic music award as album of the year. Here presenting classical Icelandic songs and poems, know to all Icelanders.
Árið 2004 gaf hin ástsæla söngkona Ellen Kristjánsdóttir út plötuna Sálmar sem innihélt 12 alkunna sálma sem hljómað hafa í kirkjum landsins. Platan varð feykivinsæl og hlaut afburðadóma. Nú átta árum seinna kemur út hálfgerð systurplata Sálma en um er að ræða plötuna Sönglög sem inniheldur 12 þekkt sönglög sem fylgt hafa íslensku þjóðinni um mislangan tíma. Þarna er um að ræða lög eins og Tvær stjörnur, Sveitin milli sanda, Maístjarnan, Hjá lygnri móðu og Allt fram streymir endalaust.
Um útsetningar sáu þau Ellen, Skúli Sverrisson og Eyþór Gunnarsson en upptökustjórn var í höndum þess síðastnefnda. Þeir Skúli og Eyþór sáu jafnframt um allan hljóðfæraleik auk þess sem Davíð Þór Jónsson leggur þeim lið í tveimur lögum.
Undirleikur á plötunni er allur lágstemmdur og fær því viðkvæm en engilblíð og falleg rödd Ellenar að njóta sín til fulls. Sönglög er einlæg og ákaflega falleg plata sem á erindi inn á öll íslensk heimili.
Track list:
Sofðu, sofðu góði
Nótt
Tvær stjörnur
Nú máttu hægt (Nótt)
Íslenskt vögguljóð á hörpu
Kirkjuhvoll
Sveitin milli sanda
Maístjarnan
Litfríð og ljóshærð
Hjá lygnri móðu
Allt fram streymir endalaust
Hættu að gráta hringaná
Published Nov 2012